fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 09:00

Guðni Ársæll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna?“

Þessari spurningu varpar Guðni Ársæll Indriðason, íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð, fram í aðsendri grein á vef Vísis í morgun. Þar gagnrýnir Guðni áform rannsóknarfyrirtækisins Rastar og birtist greinin í kjölfar skrifa Haraldar Eiríkssonar, leigutaka Laxár í Kjós og Bugðu, á Vísi í gær þar sem hann sagði fyrirtækið vilja sturta niður 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.

„Slík tilraun gæti endað sem skólabókardæmi um umhverfisslys sem hefði áhrif á umhverfi, dýralíf og mannlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar,“ sagði Haraldur í grein sinni og bætti við að samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu væri markmiðið með þessu að auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins.

„Með þessu á að skoða hvaða áhrif slíkt hefur á vistkerfi Hvalfjarðar með það að markmiði að kanna möguleika á niðurdælingu á koldíoxiði úr andrúmsloftinu. Þetta vill fyrirtækið skoða við raunverulegar aðstæður og meta um leið umhverfisáhrifin svo vitnað sé til kynningar fyrirtækisins sjálfs.“

Eiga rétt á að hafa eitthvað að segja um málið

Haraldur lýsti áhyggjum sínum af þessu og tekur Guðni undir þær í grein sinni í morgun. Segir hann að ýmislegt gruggugt sé við málið og nefnir til dæmis að Röst hafi styrkt Hafrannsóknarstofnun um samtals 100 milljónir króna og þá hafi starfsfólk frá Hafró farið til Rastar og hafið þar störf.

„Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndbandi til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins,” segir hann og vísar þar til Sævars Helga Bragasonar.

Guðni bendir á að þessar fyrirætlanir Rastar eigi að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi séu jarðir með sína strandlengju og landhelgi og þær eigi fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja.

Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna?

„Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna,“ spyr hann.

„Þrátt fyrir fullyrðingu um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt