Tyrell Malacia er á leið til PSV á láni frá Manchester United.
Malacia, sem er 25 ára gamall, er á sínu þriðja tímabili á Old Trafford en er engan veginn inni í myndinni hjá stjóranum Ruben Amorim.
Bakvörðurinn fer því aftur til Hollands, en hann gekk í raðir United frá Feyenoord á sínum tíma. Nú fer hann hins vegar til PSV.
Malacia er mættur til Hollands til að klára skiptin, en félagaskiptaglugganum verður senn skellt í lás.