fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Pressan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Reich, segir myrka tíma runna upp í Bandaríkjunum og að önnur vika Donald Trump í embætti forseta hafi verið verri en hann hefði séð fyrir sér.

Reich skrifar í færslu á Facebook að það sé deginum ljósara að markmið ríkisstjórnar Trump sé að flæða kerfið með svo mikilli vitleysu að fólk hreinlega fórni höndum og viti ekki sitt rjúkandi ráð.

„Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér. Hann hefur „flætt kerfið“ með svo mörgum yfirgengilegum (og oft ólögmætum) aðgerðum að fjöldi fólks er bugað, gneypt og hreint og beint í uppnámi.

Þetta er markmiðið.

Í morgun var kona sem ég þekki ekki við það að ganga fram hjá mér úti á götu en stoppaði, sneri sér að mér og næstum gargaði: Þetta er helvítis martröð.

Þetta er raunveruleg martröð og því miður er ekkert sem nokkur getur gert að svo stöddu til að stöðva þetta með lögmætum hætti (ekki nema þú sért alríkisdómari).“

Reich segir að nú skipti fyrst og fremst máli að huga að þeim sem eru berskjaldaðir fyrir aðgerðum Trump en það sé eins hægt að horfa til framtíðar. Þessi martröð þurfi ekki að vera það slæm ef henni tekst að vekja Bandaríkjamenn.

Reich minnir á að Martin Luther King Jr. tókst að fá þjóðina með sér í baráttunni gegn ójafnrétti kynþáttana. Hann leyfði fólki að sjá hvað ójöfnuðurinn hafði hrottalegar afleiðingar. Hvernig svart fólk varð fyrir ofbeldi og ósanngjörnum handtökum fyrir það eitt að nýta sjálfsögð réttindi sín.

Þökk sé þessu voru gerðar mikilvægar lagabreytingar.

Reich trúir því að álíka muni nú eiga sér stað. Nú fá Bandaríkjamenn að sjá í rauntíma áhrif nýfasisma á samfélagið.

„Þegar við sjáum og meðtökum hryllinginn þá mun það valda mikilli reiði í samfélaginu og við munum grípa til aðgerða gegn þessu. Ekki öll, að sjálfsögðu, en góður meirihluti.

Við þurftum að komast á þennan stað. Við gátum ekki haldið áfram eins og við höfðum gert, jafnvel í embættistíð forseta demókrataflokksins. Í um 40 ár hefur lítill hópur efnahagslegrar elítu sogað til sín meiri auð og meiri völd.“

Bandaríkin beygðu af réttri braut

Reich segist nógu gamall til að muna þá tíma þar sem Bandaríkin höfðu stærstu millistéttina í heimi. Þar gilti grundvallarlögmálið að ef menn lögðu hart að sér þá gátu þeir unnið sig upp og komist í betri stöðu en foreldrar þeirra. Svo gátu börn þeirra gert það sama og haft það enn betur.

„Ég man þegar forstjórarnir fengu 20 sinnum hærri laun en starfsmenn sínir en ekki 300 sinnum hærri. Ég man þegar þingið starfaði í þágu kjósenda fremur en að þiggja mútur frá styrktaraðilum á vegum stórfyrirtækja og auðmanna.

Ég man þegar stærstu vandamálin hér innanlands voru borgaraleg réttindi, réttindi kvenna og réttindi hinsegin – en ekki tilvist lýðræðisins og réttarríkisins.“

Undanfarin 40 ár hafi átt sér stað varhugaverð þróun, allt frá forsetatíð Ronald Reagan. Bandaríkin hafi beygt af brautinni. Regluverkið var minnkað, einkavæðing aukin og allt snýst um frjálsa verslun, fjárhættuspil verðbréfamarkaða, niðurbrot verkalýðshreyfingarinnar og gífurlegan ójöfnuð. Laun séu stöðnuð hjá flestum hópum nema efstu lögum samfélagsins sem græði nú sem aldrei fyrr. Auðvaldið hafi sölsað stjórnmálin undir sig.

„Gróði atvinnulífsins varð mikilvægari en góð störf og góð laun fyrir alla. Sala hlutabréfa og hagur fjárfesta varð mikilvægari en hagur heildarinnar.

Forsetar demókrata voru skárri en frá Repúblikanaflokknum, svo það sé sagt, en undirliggjandi rotnunin hélt áfram að versna og gróf undan stoðum Bandaríkjanna“

Skaðinn þegar skeður

Hann segir ljóst að forsetatíð Trump muni skaða marga sem ekkert hafa unnið sér til sakar. Skaðinn sé þegar skeður.

„Þessi löglausa grimmd er viðbjóðsleg – sem og heigulsháttur svo margra forstjóra, bankamanna, lögmanna, háskólarektora, útgefanda, samfélagsmiðlarisa, stjórnmálamanna repúblikana, sumra stjórnmálamanna demókrata og annarra svokallaðra leiðtoga sem þegja nú þunnu hljóði eða beygja hné fyrirfram eða kyssa rassinn á Trump.

Úrslitastundin er fram undan.

Eins slæm og þessi martröð verður mun hún vekja Bandaríkjamenn og fá þá til að sjá sannleikann um hvað hefur orðið um þetta land – og hvað við þurfum að gera til að koma því aftur á rétta braut, braut réttlætis, lýðræðis og víðtæktrar farsældar.

Þessu trúi ég. Þetta er mín staðfasta trú á meðan við hverfum dýpra inn í myrkrið. Hafið það gott. Verið örugg. Við munum lifa þetta af.“

Robert Reich er háskólaprófessor, rithöfundur, lögmaður og gegndi embætti atvinnulífsráðhera í forsetatíð Bill Clinton. Hann hafði eins áður starfað fyrir ríkisstjórnir Gerald Ford og Jimmy Carter og síðar starfaði hann sem ráðgjafi í forsetatíð Barack Obama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig
Pressan
Í gær

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku