Brasilíumaðurinn Deyverson er kannski ekki þekktastur fyrir afrek sín inni á knattspyrnuvelli en hann er mikill glaumgosi og þá kom eiginkona hans þeim í fréttirnar á dögunum.
Deyverson, sem er 33 ára gamall, spilar í dag með Atletico Mineiro í heimalandinu en hefur leikið fyrir lið eins og Getafe og Levante á Spáni.
Eiginkona hans, Karina, birti á dögunum mynd af dagatali fyrir 2024. Þar var hún búin að merkja alla daga sem hún og Deyverson nutu ásta á með rauðu hjarta.
Erlendir miðlar voru fljótir að taka þetta saman og stundaði parið alls kynlíf 73 sinnum, eða í 1,4 skipti á viku.
Karina virðist þó ekki allt of sátt með þessa tölfræði miðað við ummæli sín með myndinni. „Markmið mitt árið 2025 er að margfalda ástina,“ skrifaði hún og nokkuð augljóst hvað hún á við.
Það er ljóst að Deyverson þarf að gera betur á þessu ári.