Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er gengin í raðir Víkings frá Þór/KA, en þetta var staðfest í gærkvöldi.
Ísfold er tvítug en á að baki 97 meistaraflokksleiki. Lék hún 14 leiki með Þór/KA í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.
„Ísfold er ung en á sama tíma mjög reynslumikill leikmaður. Hún passar fullkomlega inn í verkefnið okkar hér í Víkinni og við erum í skýjunum að fá hana í hópinn. Velkomin í fjölskylduna og í Hamingjuna Ísfold!“ segir John Andrews, þjálfari Víkings.
Víkingur hafnaði í 4. sæti Bestu deildarinnar sem nýliði í fyrra, sæti neðar en Þór/KA.
Það er með mikilli hamingju sem Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Ísfold Marý Sigtryggsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið 2026. Velkomin í Hamingjuna Ísfold!
Lesa meira : https://t.co/yHKNeEGHRD pic.twitter.com/aAY4giKm8f
— Víkingur (@vikingurfc) February 3, 2025