Manchester United, Chelsea, Arsenal, Liverpool, Paris Saint Germain og Barcelona vilja öll fá Viktor Gyokeres framherja Sporting Lisobn næsta sumar.
Ljóst er að sænska markavélin fer frá Sporting þá og nú eru uppi sögur um að hann hafi gert upp hug sinn.
Þannig segir í enskum miðlum í dag að Gyokeres vilji fara til Manchester United og spila fyrir Ruben Amorim.
Amorim fékk Gyokeres til Sporting en fór svo frá félaginu í nóvember til að taka við United.
Hann og Gyokeres náðu vel saman og vill sænski framherjinn samkvæmt fréttum vinna aftur með Amorim en United sárvantar sóknarmann.
United er í tómu tjóni innan vallar en það virðist ekki hafa áhrif á val sænska framherjans.