Vegna hinnar einstöku samsetningar kaffis, þá býr það yfir mörgum eiginleikum sem gera það að svolitlu meira en bara hressandi drykk.
Kaffi inniheldur tvö lykilefni sem gegna mikilvægu hlutverki við að koma brennslu líkamans af stað.
Annað þeirra er hið vel þekkta koffín. Það örvar miðtaugakerfið og eykur losun fitusýra úr fituvef. Rannsóknir hafa sýnt að koffín getur aukið efnaskiptin um 3-11% sem þýðir að líkaminn brennir fleiri hitaeiningum, meira að segja í hvíld.
Hitt efnið er klórógensýra sem er andoxunarefni sem er í miklu magni í grænum kaffibaunum. Það getur dregið úr því magni glúkósa sem líkaminn tekur upp. Það þýðir lægra blóðsykurmagn og minni fitusöfnun. Klórógensýran getur einnig haft jákvæð áhrif á blóðþrýstinginn og starfsemi æðanna.
Kaffitegundirnar hafa ekki allar sömu virkni þegar kemur að því að örva efnaskiptin.
Grænt kaffi gert úr óristuðum kaffibaunum, sem innihalda mikið af klórógensýrum, er sérstaklega gott þegar kemur að því að léttast og til að auka efnaskiptin.
Þegar hellt er upp á filterkaffi tapast nokkrar olíur sem geta aukið blóðfituna. Koffín og andoxunarefni halda sér. Þetta er því gott val þegar kemur að daglegri kaffidrykkju.
Svart kaffi, án sykurs og rjóma, er hitaeiningasnautt og inniheldur mikið af andoxunarefnum. Það verndar líkamann gegn hættulegum efnum og styður vel við efnaskiptin.
Til að hámarka áhrif kaffidrykkju er best að velja tegundir á borð við grænt kaffi, filterkaffi eða svart kaffi án viðbættra efna. Einnig er gott að gæta þess að borða hollan mat og stunda reglulega hreyfingu.
Síðan er mikilvægt að hlusta á líkamann og forðast of mikla kaffidrykkju.