Evan Ferguson er mættur til West Ham á láni frá Brighton út þessa leiktíð. Írski framherjinn vonast eftir meiri spilatíma.
Ferguson skaust fram í sviðsljósið fyrir tveimur árum en ekki fundið sig undanfarið.
Ferguson er framherji írska landsliðsins þar sem Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins.
West Ham vantaði framherja en Michail Antonio meiddist alvarlega í bílslysi á dögunum og kemur Ferguson inn í hans stað.
Ferguson vonast til að finna taktinn og koma sér aftur á flug en hann er aðeins tvítugur.