AC Milan reynir að fá Joao Felix framherja Chelsea í dag, eftir komuna frá Atletico Madrid í sumar hefur Felix lítið spilað.
Felix vill fara og hefur samþykkt tilboð AC Milan, félögin reyna að ná saman en líklega færi Felix á láni og Milan kaupir hann svo næsta sumar.
Félagaskiptaglugginn lokar 23:00 í kvöld.
Jorge Mendes umboðsmaður Felix er mættur á skrifstofu AC Milan til að reyna að berja málið í gegn.
Felix hefur fengið fá tækifæri í deildinni eftir að hann kom til Chelsea en verið mikið í liðinu í Sambandsdeildinni.
Felix er 25 ára gamall en AC Milan er að selja Noah Okafor til Napoli og þar með myndast pláss fyrir Felix.