Óli tölva heldur áfram að fræða okkur um gervigreindina á léttan og skemmtilegn hátt. Að þessu sinni sýnir hann hvernig gervigreindin virkar í myndvinnsluforritinu Photoshop, þar sem hann vinnur með málverkið Ópið eftir Edvard Munch. Það er mikil ráðgáta hvernig vinstri hlið málverksins gæti verið, en með aðstoð gervigreindar fást nokkrar tillögur að mögulegum útfærslum.