Það var líf og fjör í gær þegar Inter Miami lék æfingaleik í gær til að undirbúa komandi tímabil. Lionel Messi var í sviðsljósinu.
Messi er með lífvörð á sínum snærum sem fylgir honum í alla leiki og passar að enginn komist nálægt honum.
Sá var á svæðinu í gær þegar Miami mætti Sporting frá Panama og vann 1-3 sigur.
Einn æstur stuðningsmaður hljóp inn á völlinn og vildi nálgast Messi, lífvörðurinn fór á eftir honum.
Lífvörðurinn var við það að ná manninum þegar þeir klesstu saman og maðurinn náði að faðma Messi en aðeins í stutta stund.
Kostulegt atvik sem má sjá hér að neðan.
Lionel Messi’s bodyguard gets FLOORED 😲 (X/m10goat) pic.twitter.com/pOT6Srje7b
— Mail Sport (@MailSport) February 3, 2025