fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fókus

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“ 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. febrúar 2025 13:00

Valgerður Halldórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu. En það er gott ef allir geta verið saman, það er auðveldara, það er ódýrara og bara að deila ábyrgð og verkefnum og barnið upplifir að allir séu saman. Ef fólk getur það ekki þá er betra að þetta sé í sitt hvoru lagi,“

segir Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi um þau tilvik þegar haldnar eru tvær veislur fyrir skilnaðarbörn. 

Valgerður sem er viðmælandi Kiddu Svarfdal í Fullorðins ólst sjálf upp við að búa í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu. Hún hefur haldið úti heimasíðunni stjuptengsl.is síðan árið 2004 og hefur sérhæft sig í að hjálpa stjúpfjölskyldum.

Eftir skilnað Valgerðar og eiginmanns hennar þá tóku þau upp þá venju að fara út að borða í kringum afmæli dóttur þeirra og fyrir jól, foreldrarnir og dóttirin. 

„Það er skemmtilegt að segja frá því að hún er orðin rúmlega þrítug og þegar hún varð mamma þá vildi hún enn þá halda í þetta. Og þá erum við farin að fara með henni og barnabarninu okkar. Og það sýnir sig líka að þetta skipti hana máli að upplifa foreldra sína einhvern tíma saman. Það er líka sérstakt að eiga einhvern tíma stund með sínum foreldrum. Það er enginn sem elskar þig jafnmikið og gagnrýnislaust og þínir eigin foreldrar ef þeir eru í lagi.“

Valgerður segir þetta góða tilfinningu sem margir hafa upplifað.

„Mér finnst stundum stjúpforeldrar leggja of mikla áherslu á að vera jafngildur. Eins og til dæmis með að skrifa nafnið sitt á jólapakkana.“ 

Spyr hún hvort stjúpforeldrið geti ekki gefið bara einn pakka og foreldrið annan.

„Ég held maður þurfi ekki endilega að vera alltaf í framvarðasveitinni. Maður má það ef það gengur, ef það gengur ekki þá er það allt í lagi.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragga segir að næra þurfi ræturnar svo geðheilsan blómstri

Ragga segir að næra þurfi ræturnar svo geðheilsan blómstri
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli