„Ég vil þakka Manchester United og Aston Villa fyrir að láta þessi skipti ganga í gegn,“ segir Marcus Rashford í yfirlýsingu.
Rashford varð leikmaður Aston Villa í gærkvöldi en hann kemur á láni frá Manchester United út tímabilið. Villa getur svo keypt hann næsta sumar.
Rashford komst ekki í hóp hjá Ruben Amorim en stjórinn frá Portúgal vildi ólmur losna við Rashford.
Rashford taldi að öll stærstu lið Evrópu myndu reyna að klófesta sig en svo var ekki, hann fékk fá tilboð og endar hjá Aston Villa sem er í Meistaradeildinni.
„Ég var heppinn að nokkur félög vildu mig en þegar Villa kom til sögunnar var þetta einfalt. Ég er hrifinn af því hvernig Villa hefur spilað og metnaðinn í stjóranum. Ég vil bara spila fótbolta og er spenntur að byrja.“
„Ég óska öllum hjá Manchester United góðs gengis það sem eftir er af tímabilinu.“