fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gatnagerðargjöld í Reykjavík munu hækka um allt að 90% samkvæmt tillögu Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 4. febrúar. 

Hækkunartillaga borgarstjóra er lögð fram á sama tíma og miklar umræður eiga sér stað um, hvernig unnt sé að draga úr byggingarkostnaði til að auðvelda uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Borgarráð vísaði í síðustu viku tillögu um breytingar á gjaldskrá vegna gatnagerðar til borgarstjórnar. Samkvæmt henni hækka gatnagerðargjöld fjölbýlishúsa úr 5,4 í tíu prósent og parhúsa og raðhúsa úr 11,3 prósentum í fimmtán. 

Breytingin gengur í berhögg við slíkar óskir enda mun hún hækka íbúðaverð og er viðbótarskattur á húsbyggjendur og mun hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni. Með breytingunni mun Reykjavíkurborg enn auka álögur á húsbyggjendur og þar með íbúðakaupendur. Ekkert sveitarfélag á landinu leggur jafnhá gjöld á húsbyggjendur og Reykjavíkurborg og líklegt er að umrædd hækkun hækki íbúðaverð enn frekar.,“ segir Kjartan Magnússon  borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Þessi mikla hækkun gatnagerðargjalda bætist við önnur gjöld og kvaðir, sem húsbyggjendur í Reykjavík inna nú þegar af hendi. Reykjavíkurborg innheimtir nú þegar afar há byggingarréttargjöld (innviðagjöld), sem geta numið nálægt 60 þúsund krónum á nettófermetra í fjölbýlishúsi. Eftir breytinguna munu byggingarréttargjöld og gatnagerðargjöld því samanlagt nema nálægt tíu milljónum króna fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi. 

Á neðangreindri mynd má sjá tillögu borgarstjóra ásamt greinargerð. Þar kemur fram að hækkun gatnagerðargjalds nemur 85% á fjölbýlishús, 33% á parhús og raðhús og 38% á annað húsnæði. Í raun er um meiri hækkun að ræða þar sem með breytingunni verður tekið upp gatnagerðargjald á bíla- og hjólageymslur ofanjarðar. Nú er orðin skylda að byggja hjólageymslur og er því um ný viðbótargjöld að ræða.  Gatnagerðargjald á einbýlishús verður óbreytt.

Samkvæmt núgildandi gjaldskrá er gatnagerðargjald íbúðar í fjölbýlishúsi 16.338 krónur á fermetra (brúttó). Með breytingunni hækkar gjaldið um 85% eða í 30.256 krónur. Að viðbættu nýju gjaldi fyrir hjólageymslu má gera ráð fyrir að hækkunin nemi um það bil 90%.

Dæmi um áhrif á gjaldendur í fjölbýlishúsum

60 fermetra íbúð (72 fm. brúttó) í fjölbýlishúsi. Gatnagerðargjaldið nemur 1.176.349 krónum fyrir hækkun en 2.243.425 kr. eftir hækkun. Hækkunin nemur því 1.067.075 kr. fyrir umrædda íbúð eða 90,7%.

70 fermetra íbúð (84 fm. brúttó) í fjölbýlishúsi. Gatnagerðargjaldið nemur 1.372.408 krónum fyrir hækkun en 2.606.496 eftir hækkun. Hækkunin nemur því 1.234.088 kr. fyrir umrædda íbúð eða 90%.

80 fermetra íbúð (96 fm. brúttó) í fjölbýlishúsi. Gatnagerðargjaldið nemur 1.568.466 krónum fyrir hækkun en 2.969.566 eftir hækkun. Hækkunin nemur 1.401.101 kr. fyrir umrædda íbúð eða 89%.

90 fermetra íbúð (108 fm. brúttó) í fjölbýlishúsi. Gatnagerðargjaldið nemur 1.764.524 krónum fyrir hækkun en 3.332.637 kr. eftir hækkun. Hækkunin nemur 1.568.113 kr. eða 89%.

100 fermetra íbúð (120 fm. brúttó) í fjölbýlishúsi. Gatnagerðargjald nemur 1.960.582 krónum fyrir hækkun en 3.695.708 kr. eftir hækkun. Hækkunin nemur því 1.735.126 kr. eða 88,5%.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl