Chelsea er að losa allavega tvo leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans en frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Carney Chukwuemeka er að yfirgefa þá ensku fyrir Borussia Dortmund en hann skrifa undir lánssamning.
Romano tekur fram að Dortmund geti keypt leikmanninn næsta sumar fyrir upphæð sem er hærri en 40 milljónir punda.
Þá er varnarmaðurinn Axel Disasi að kveðja en hann er á leið til grannana í Tottenham.
Disasi gerir lánssamning við Tottenham en ekkert kaupákvæði er í þeim samningi.