fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Pressan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 04:10

Pete Hegseth og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að „allir möguleikar séu opnir“ hvað varðar að takast á við erlend hryðjuverkasamtök og útilokar ekki að Bandaríkin muni beita hervaldi í Mexíkó.

Hann lét þessi ummæli falla í viðtali við Fox News og sagði að nú verði breytingar á áherslunum hvað varðar öryggi á landamærum Bandaríkjanna og við vernd almennra borgara.

Á fyrsta degi sínum í Hvíta húsinu skrifaði Donald Trump undir tilskipun þess efnis að mexíkóskir eiturlyfjahringir og önnur skipulögð glæpasamtök séu erlend hryðjuverkasamtök. Þetta var liður í tilraunum hans til að þrýsta á mexíkósk stjórnvöld að ná stjórn á fíkniefnaútflutningnum frá landinu.

Í tilskipuninni felst að bandarísk yfirvöld geta beitt efnahagslegum refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum og einnig er opnað fyrir beitingu hervalds erlendis.

Þegar Hegseth var spurður hvort tilskipunin veiti honum heimild til að ráðast til atlögu við mexíkóska eiturlyfjahringi sagðist hann ekki vilja taka fram fyrir hendurnar á Trump. Það verði ákvörðun Trump en ljóst sé að allir möguleikar séu uppi á borðinu þegar verið sé að eiga við erlend hryðjuverkasamtök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Í gær

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar
Pressan
Fyrir 3 dögum
Fannst eftir 41 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar þú að keyra á meginlandinu í sumar? Þá skaltu hafa þetta í huga

Ætlar þú að keyra á meginlandinu í sumar? Þá skaltu hafa þetta í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur