Lewis Dunk, fyrirliði Brighton, hefur baunað á liðsfélaga sína og sjálfan sig eftir frammistöðu liðsins gegn Nottingham Forest í gær.
Brighton spilaði ömurlega í leiknum gegn Forest og tapaði 7-0 á útivelli – eitthvað sem kom mörgum verulega á óvart.
Dunk hefur beðið stuðningsmenn afsökunar og heitir því að leikmenn muni svara fyrir sig í næsta leik gegn Chelsea.
,,Allt fór úrskeiðis. Þetta var skammarleg frammistaða. Við höfum brugðist okkur sjálfum sem og stuðningsmönnum,“ sagði Dunk.
,,Við þurfum að taka fulla ábyrgð. Það vorum við sem vorum að spila leikinn og spiluðum eins og við gerðum.“
,,Við þurfum að líta í spegil og snúa sterkari til baka í næstu viku. Við vorum ekki nógu ákafir og vildum þetta ekki nógu mikið.“
,,Við áttum ekkert skilið í þessum leik og hefðum getað fengið fleiri mörk á okkur.“