Arne Slot, stjóri Liverpool, verður líklega án lykilmanns í undanúrslitum enska deildabikarsins gegn Tottenham.
Það er Trent Alexander-Arnold en hann meiddist í gær er Liverpool vann góðan 0-2 sigur á Bournemouth.
Slot veit ekki nákvæmlega hversu illa hans maður er og hafði þetta að segja um stöðuna.
,,Það sem gerðist er að hann sagði mér að ég þyrfti að taka hann af velli, hann var í jörðinni og við ákváðum að gera skiptingu,“ sagði Slot.
,,Hann fann fyrir sársauka. Ég get ekki sagt ykkur nákvæmlega hvað gerðist og hversu alvarleg meiðslin eru því leikurinn var að klárast.“
,,Það er hins vegar aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu.“