Matheus Cunha er ekki á förum frá Wolves á næstunni en hann er að krota undir nýjan samning.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en samningurinn verður í gildi næstu fjögur árin.
Það eru stórlið í Evrópu sem hafa horft til leikmannsins en hann virðist sjálfur vera ánægður hjá Wolves.
Romano segir að samningar séu í höfn og er þá tímaspursmál hvenær Wolves staðfestir fréttirnar.
Það er þó kaupákvæði í samningi Cunha sem verður virkt næsta sumar en upphæðin er ekki gefin upp að svo stöddu.