Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur útilokað það að Kepa Arrizabalaga sé á leið aftur til félagsins úr láni frá Bournemouth.
Robert Sanchez hefur varið mark Chelsea á tímabilinu en frammistaða hans hefur verið mikið gagnrýnd undanfarnar vikur og mánuði.
Maresca staðfestir að Kepa sé ekki á leið til baka en viðurkennir að Filip Jorgensen gæti fengið tækifærið gegn West Ham á mánudag.
,,Nei það eru engar líkur á því,“ sagði Maresca er hann var spurður út í mögulega endurkomu Kepa.
,,Varðandi næsta liðsval, sama hvaða ákvörðun ég tek þá verð ég sáttur því Filip hefur gert svo vel.“
,,Filip eða Rob? Við skulum sjá til. Við verðum ánægðir sama hvað.“