Nottingham Forest vann ótrúlegan sigur á Brighton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Forest tapaði síðasta leik 5-0 gegn Bournemouth en svaraði heldur betur fyrir það í dag. Liðið komst yfir á 12. mínútu þegar Lewis Dunk setti boltann í eigið net.
Morgan Gibbs-White tvöfaldaði forskotið á 25. mínútu og Chris Wood sá til þess að staðan í hálfleik var 3-0.
Wood var aftur á ferðinni með fjórða mark Forest á 64. mínútu. Hann fullkomnaði þrennu sína aðeins mínútur síðar.
Forest átti eftir að bæta við tveimur mörkum til viðbótar. Neco Williams og Jote Silva skoruðu seint í leiknum. Lokatölur 7-0.
Forest heldur frábæru tímabili sínu áfram og er í þriðja sæti með 47 stig, jafnmörg stig og Arsenal í öðru sætinu og 6 stigum á eftir toppliði Liverpool. Skytturnar eiga þó leik til góða og Liverpool tvo.
Brighton er í níunda sæti með 34 stig.