fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 1. febrúar 2025 15:30

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Renault-sendibifreið í eigu hjóna, karls og konu, í Grafarvogi í Reykjavík sem reka eigið hreingerningarfyrirtæki stórskemmdist eftir að stórt klakastykki féll af þaki fjölbýlishússins, þar sem þau búa, og ofan á bílinn, sem notaður er í starfsemi fyrirtækisins. Setur þetta starfsemina í uppnám þar sem um er að ræða einu bifreiðina sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Mágur konunnar segir að mikil mildi sé að stykkið hafi ekki lent á manneskju þar sem bílnum hafi verið lagt örstutt frá gönguleiðinni inn í húsið og þar sé oft börn sem búi í húsinu á ferð. Hann segir atvikið þarfa áminningu um að húseigendur og húsfélög þurfi að huga betur að snjó og klaka á þökum húsa í veðri eins og verið hefur á suðvesturhorninu undanfarna tvo daga.

Systir eiginkonu Hróars Björnssonar viðskiptalögfræðings og maður hennar reka fyrirtækið. Hróar segir í samtali við DV mann mágkonu sinnar hafa verið á bílnum við störf um kvöldmatarleytið í gær. Hann hafi skroppið heim í mat og ætlað svo út á aftur á bílnum til að halda áfram að vinna:

„Hann er bara að borða. Þá heyra þau svakalegan dynk í svona tveimur hollum. Þau fara út og kíkja á þetta. Þá hefur þetta farið af þakinu.“

Miklar skemmdir

Um er að ræða þriggja hæða fjölbýlishús með flötu þaki. Hróar heldur frásögn sinni áfram:

„Þá fer klakabúntið af þakinu og á bílinn hans og kastast svo á næsta bíl við hliðina.“ 

Tjónið á vinnubílnum var mikið. Framrúðan mölbrotnaði og stór hluti af efri hluta bílsins beyglaðist mikið sem og framendinn:

„Hann er mjög illa farinn,“ segir Hróar.

Mildi að enginn manneskja var á svæðinu

Hróar segir ljóst að þótt bílinn sé mikið skemmdur, jafnvel ónýtur, og algjörlega ónothæfur hafi getað farið ennþá verr þar sem klakastykkið hafi fallið á leið sem íbúar og gestir í húsinu gangi iðulega um á leiðinni inn og út úr því:

„Þau búa á fyrstu hæð þannig að þegar hann leggur bílnum við gangstétt … það er alltaf gengið af bílaplaninu þarna framhjá. Þannig að þetta hefði getað orðið svakalega slæmt. Það er mikið af krökkum í þessari blokk og mikill umgangur. Þannig að það er bara lán í óláni að þetta hafi lent á bílnum en ekki gangandi fólki.“

Miðað við skemmdirnar á bílnum er ljóst að hefði þetta stykki lent á manneskju hefði viðkomandi verið í mikilli hættu. Hróar segir þó að stykkið hafi flogið yfir gangstéttina og á bílinn en hefði vel getað farið svo að það hefði fallið beint niður á stéttina og á manneskju.

Í þessu samhengi rifjar Hróar upp fréttir úr fjölmiðlum í nýliðinni viku um að húseigendur yrðu að huga að klakamyndun og snjóhengjum á þökum þegar ljóst var að stefndi í mikið leysingaveður á suðvesturhorninu.

Ábyrgðin

Hróar minnir einnig á að lagt hafi verið að húseigendum að girða af svæði ef stefndi í að snjóhengjur eða klakastykki væru að fara að falla af þökum þó hafi ekki verið minnst á fjölbýlishús á stærð við það sem hér um ræðir.

Í þessu tilfelli hefði það væntanlega átt að vera á ábyrgð húsfélags hússins að grípa til viðeigandi ráðstafana. Hafa má þó í huga að þegar um þriggja hæða hús er að ræða getur verið að það sé ekki vel sýnilegt að klakastykki sé við það að falla fram af þakinu.

Þar sem bíllinn er ekki nothæfur leita hjónin nú að nýjum vinnubíl til að geta haldið starfsemi fyrirtækisins áfram þar sem eins og áður segir var um eina bíl þess að ræða.

Hróar segir bílinn kaskó-tryggðan og að mögulega muni húsfélagið bæta mágkonu hans og manni hennar sjálfsábyrgðina en það er þó ekki ljóst á þessari stundu.

Að lokum ítrekar Hróar að horfa verði á atvikið sem viðvörun til annarra húseigenda:

„Að gæta varúðar.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem sýna hversu illa bíllinn var leikinn eftir að klakastykkið féll á hann.

Mynd: Aðsend

 

Mynd: Aðsend

 

Mynd: Aðsend

 

Mynd: Aðsend.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans