fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Sleggjan verður Landfari

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. febrúar 2025 11:56

„Mercedes-Benz er í fararbroddi í þróun rafknúinna atvinnubíla. eActros 600 er með allt að 500 km drægni á einni hleðslu.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sleggjan, systurfélag Öskju, heitir nú Landfari og er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi.

Nýtt heiti fyrirtækisins er liður í þeim breytingum sem unnið hefur verið að á síðustu mánuðum til að mæta framtíðarþörfum viðskiptavina og styrkir enn frekar stefnu fyrirtækisins til framtíðar, eins og segir í fréttatilkynningu.

Markvisst hefur verið unnið að því að bæta þjónustu við viðskiptavini, meðal annars er nú boðið upp á kvöldþjónustu og hægt er að fá forgreiningu án tímabókunar. Sérhæfðum þjónustubílum hefur verið fjölgað en þeir eru ávallt til taks til að veita þjónustu á vegum úti eða á starfsstöð viðskiptavinar. Mikil áhersla er lögð á endurmenntun og þjálfun starfsmanna sem skilar sér í betri þjónustu við viðskiptavini.

„Meginstarfsemi Landfara er sala og þjónusta við fyrirtæki sem sinna flutningum á vörum og fólki um landið. Þjónusta fyrirtækisins er í Mosfellsbæ og Klettagörðum. Í júní bætist við fullbúið verkstæði að Álfhellu í Hafnarfirði.“

Starfsemi Landfara er í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en þar eru skrifstofur og söludeild nýrra Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla, auk þjónustuverkstæðis, varahlutalagers og verslunar í tæplega 2500 m2 glæsilegu húsnæði. Landfari er einnig með starfsemi í Klettagörðum 4 í Reykjavík. Þar er lögð áhersla á viðgerðir á eftirvögnum og er sú þjónusta vaxandi. Starfsemin þar mun flytjast í stærra húsnæði að Klettagörðum 5 í sumar og um leið verður þjónustuframboð aukið. 1. júní nk. verður síðan opnað nýtt 1000m2 fullbúið verkstæði fyrir atvinnubíla og eftirvagna að Álfhellu 15 í Hafnarfirði. Verkstæðið er mjög vel útbúið til að þjónusta atvinnutæki.

Landfari er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Hammar gámalyftur og er að auki sölu- og þjónustuaðili fyrir Faymonville og VAK vagna.

Í fararbroddi í orkuskiptum

„Það eru spennandi tímar fram undan hjá Landfara. Við erum að stórefla þjónustuna með stærra húsnæði í Klettagörðum og nýrri staðsetningu að Álfhellu 15 í Hafnarfirði, en þar verður opnað fullbúið verkstæði fyrir atvinnubíla 1. júní næstkomandi. Orkuskipti í flutningum eru að slíta barnsskónum en Mercedes- Benz Trucks er í fararbroddi í þróun rafknúinna vörubíla og undirbúum við nú komu eActros 600 en það er vörubíll með allt að 500 km drægni á einni hleðslu miða við 40 tonna þyngd.

Amazon keypti á dögunum 200 slíka bíla til að sinna flutningum í Bretlandi og í Evrópu. Fyrstu bílarnir koma til landsins á næstu vikum og fyrri hluta árs 2027 eigum við von á fyrstu rafknúnu hópferðabílunum frá Mercedes-Benz,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara. 

Landfari dótturfélag Vekru

Spurður um nýja nafnið segir Eiríkur að heitið Landfari komi úr ranni Jóns Þorvaldssonar sem er maðurinn á bak við nöfn fjölmargra íslenskra fyrirtækja. „Landfari skírskotar sterklega til meginstarfsemi fyrirtækisins sem er sala og þjónusta við fyrirtæki sem sinna flutningum á vörum og fólki um landið.“

Landfari er dótturfélag Vekru sem einnig er eigandi Bílaumboðsins Öskju sem er viðurkenndur sölu og þjónustuaðili Mercedes- Benz, Kia, Honda og smart. Vekra á jafnframt bílaumboðið Unu, sem er umboðsaðili Xpeng á Íslandi, ásamt eignarhaldi á Hentar og Dekkjahöllinni. Vekra á auk þess meirihluta í bílaleigunni Lotus. Vekra velti á árinu 2024 um 30 milljörðum og eru starfsmenn félaganna um 250 talsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Í gær

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld hafin yfir konu sem sökuð er um að stela yfir 8 milljónum af Grunnskólanum á Þórshöfn

Réttarhöld hafin yfir konu sem sökuð er um að stela yfir 8 milljónum af Grunnskólanum á Þórshöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stoppa áfengissölu á íþróttaviðburðum – „Fyrirmyndir í stúkunni séu líka til fyrirmyndar“

Vilja stoppa áfengissölu á íþróttaviðburðum – „Fyrirmyndir í stúkunni séu líka til fyrirmyndar“