Alvaro Morata er að ganga í raðir Galatasaray í Tyrklandi frá AC Milan.
Morata, sem er 32 ára gamall, fer til Galatasaray á láni frá Milan út leiktíðina, með möguleika á árs framlengingu í Tyrklandi eða skiptum alfarið.
Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum, en spænski framherjinn flýgur til Istanbúl í dag.
Morata á að baki virkilega flottan feril og hefur hann spilað fyrir Real Madrid, Atletico Madrid, Chelsea og Juventus, auk Milan, en hann hefur verið hjá ítalska félaginu síðan í sumar og er samningsbundinn til 2028.
Þá hefur Morata unnið fjölda titla á ferlinum, til að mynda La Liga og Meistaradeildina tvisvar, sem og Evrópumeistarartitilinn með spænska landsliðinu síðasta sumar.
🚨🟡🔴 Álvaro Morata to Galatasaray, here we go! AC Milan and Gala have now verbally agreed on all terms of the move.
Initial loan with option to extend +1 year and buy clause included.
Documents being checked, then Morata will fly to Istanbul.
Exclusive story, confirmed. 🇹🇷 pic.twitter.com/lcoosxUNHY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2025