Það er ljóst að hinn efnilegi Rodrygo er ekki að yfirgefa lið Real Madrid fyrir Al Hilal í Sádi Arabíu.
Frá þessu greina ýmsir spænskir fjölmiðlar en Al Hilal horfði á Rodrygo sem eftirmann Neymar er sem er nú farinn annað.
Samkvæmt El Chringuito hefði Rodrygo orðið dýrasti leikmaður sögunnar en Real fékk tilboð upp á 300 milljónir evra.
Rodrygo hafði hins vegar engan áhuga á að færa sig og þá hafnaði Real einnig boðinu og vill ekki losa leikmanninn.
Rodrygo hefði orðið launahæsti leikmaður heims en honum var boðið 140 milljónir evra fyrir hvert einasta tímabil.