fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Eyjan

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Eyjan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er bara ágætt að stjórnmálaflokkarnir, sem settu lögin um stjórnmálaflokka sem skikka þá til að haka í hin og þessi box, standi sjálfir frammi fyrir því hvernig skriffinnskan íþyngir atvinnulífinu. Lagasetning Alþingis neyðir fyrirtækin í Landinu og allan almenning til að vera sí og á að haka í einhver box. Það er gott mál að styrkjamálið skuli setja flokkana sjálfa í þessa stöðu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Sigridur Andersen - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Sigridur Andersen - 2

„Varðandi fjármál flokkanna og þetta styrkjamál finnst mér nú mest með ólíkindum að flokkur eins og Vinstri grænir, sem höfðu nú forgöngu um þetta og lá þessi ósköp á að gera þetta, og um leið og lögin voru samþykkt 2021 þá náttúrlega uppgötvaðist að þetta gengi ekki upp vegna ársins 2021 og þá var farið að búa til eitthvert bráðabirgðaákvæði í lögin, vegna útgreiðslunnar 2021. Svo kemur árið 2022 og þá einhvern veginn þykjast allir flokkarnir, sem stóðu að því að setja þessi lög, og hinir auðvitað líka, ekki vita í hvað a formi þeir ættu að senda þessar tilkynningar og stjórnsýslustofnanirnar sem áttu að taka á móti þessu, ég veit ekki það var borið eitthvað undir þær hvernig best væri að haga þessu,. Og það er verið að senda þessi skjöl hægri vinstri á ýmsar stofnanir og enginn talar saman og svo er þetta bara greitt út og ábyrgðin þar liggur hjá fjármálaráðuneytinu, ef ég skil það rétt sem fjármálaráðherra er nú að segja,“ segir Sigríður.

Hún segir að þar með sé komin stjórnvaldsákvörðun, að borga út, og þá þurfi að skoða hvort flokkarnir uppfylli skilyrðin. „Það má alveg til sanns vegar færa að menn hafi ekki gert – nú haka ég í þetta box sem menn kváðu á um í lögunum og þessir flokkar sjálfir voru ekki búnir að gera, enginn af þeim. Ég bara bendi á það hvernig er tekið á fyrirtækjum úti í bæ sem ekki haka í þessi box. meira að segja almenningur er að fá endalaust frá bankanum sínum upplýsingar um að haka í einhver box. Bankanum er drullusama, ef ég leyfi mér að segja það, hvernig menn haka í þessi box, það þarf bara að haka í þau. Ef það er ekki gert er reikningum manna bara lokað.

Þetta mál, þetta styrkjamál, það er bara ágætt að flokkarnir lendi í þessu, standi frammi fyrir þessu, vegna þess að svona er löggjöf orðin á eiginlega öllum sviðum atvinnulífsins.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starfslið þingflokks Viðreisnar fullmannað

Starfslið þingflokks Viðreisnar fullmannað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Flokk fólksins vera að liðast í sundur – „En við heyrum ærandi þögn frá Viðreisn og Samfylkingu“

Segir Flokk fólksins vera að liðast í sundur – „En við heyrum ærandi þögn frá Viðreisn og Samfylkingu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga Sæland: Stórkostleg kjarabót öryrkja – allt tal um „svikin loforð“ er kjánaskapur og röfl!

Inga Sæland: Stórkostleg kjarabót öryrkja – allt tal um „svikin loforð“ er kjánaskapur og röfl!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Sögulegt tækifæri, sem verður að grípa

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Sögulegt tækifæri, sem verður að grípa
Hide picture