Ósk er 26 ára og Guðlaugur, kallaður Gulli, er 27 ára. Hún á son úr fyrra sambandi.
Ósk er vinsæll skemmtikraftur og rekur fyrirtækið Flame Entertainment, hún kemur fram á viðburðum sem eldgleypir og dansari. Ósk heldur einnig úti síðu á OnlyFans og var ein af þeim fyrstu hérlendis til að ræða opinskátt um starf sitt á miðlinum og allt sem því fylgir. Hún hefur einnig verið ötull talsmaður fyrir réttindum kynlífsverkafólks um árabil.
Fókus óskar parinu til hamingju með ástina.