fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Ábreiða af einum stærsta smelli níunda áratugarins – Íslandsvinur vildi ekki gefa lagið út

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. janúar 2025 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hr. Eydís ásamt Ernu Hrönn er með nýja ´80s ábreiðu í dag. Lagið er frá gömlum íslandsvinum, en hljómsveitin The Human League kom fram í Laugardalshöll á Listahátíð sumarið 1982 þá nýbúin að eiga eitt allra stærsta lagið fyrr um veturinn.

Lagið Don´t You Want Me er af plötunni Dare sem kom út í október 1981 og var fjórða smáskífan sem var gefin út af plötunni. Reyndar var það söngvaranum Philip Oakey mjög á móti skapi að lagið kæmi út sem smáskífa, hann virtist skammast sín fyrir lagið og útgefandinn mátti í raun þakka fyrir að lagið væri yfir höfuð á plötunni. En útgefandinn hlustaði sem betur fer ekki á Oakey og gaf það engu að síður út sem smáskífu og viti menn, smáskífan seldist best allra það árið og það þrátt fyrir að hafa komið út nánast í lok ársins 1981. Don´t You Want Me fór á toppinn bæði á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum og heyrist oft enn í dag enda er lagið mjög gott.

„Ég man þegar ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti, en það var heima hjá Adda Texas, vini okkar Begga bróður. Hefur verið rétt fyrir Listahátíð 1982 og ég alveg að verða 11 ára. Ég man enn í dag hvað mér þótti þetta gott lag og í kjölfarið kepptist maður við að taka það upp úr Lögum unga fólksins á segulbandstækið sem ég hafði flutt með mér heim frá Svíþjóð árinu áður,“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís.

Hér er þessi gamli smellur, Don´t You Want Me, í meðförum Hr. Eydís og Ernu Hrannar.

Fylgja má Hr. Eydís á Facebook, Instagram og YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“