fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Pressan
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn fylgjast nú vel með loftsteini sem gæti gert óskunda á jörðinni þann 22. desember 2032. Meta vísindamenn líkurnar á árekstri nú 1,3 prósent.

New York Times fjallaði um þetta á vef sínum í vikunni.

Vísindamenn komu fyrst auga á loftsteininn, sem fengið hefur nafnð 2024 YR4, skömmu eftir jól og hafa þeir reiknað út stefnu hans og líkur á hugsanlegum árekstri.

Loftsteinninn er talinn vera á milli 40 og 100 metrar í þvermál og nógu stór til að eyða heilli borg eða koma af stað stórri flóðbylgju – lendi hann í sjó.

Sjá einnig: Þetta eru loftsteinarnir sem vísindamenn hafa mestar áhyggjur af

Í frétt New York Times er rætt við David Rankin, stjörnufræðing við University of Arizona, og segir hann að fólk þurfi ekki að miklar áhyggjur. „Þetta eru líkur sem maður vill kannski ekki líta fram hjá en að sama skapi ekki eitthvað sem fólk ætti að missa svefn yfir,“ segir hann og bendir á að líkurnar geti breyst þegar vísindamenn safna frekari gögnum.

Geimferðarstofnanir eins og NASA og ESA fylgjast vel með því sem er að gerast fyrir ofan okkur og hafa ágæta mynd af loftsteinum sem geta ógnað okkur. Þannig er til sérstakur skali, sem kallast Tórínó-skalinn, sem flokkar loftsteina í einskonar áhættuhópa.

 Ef loftsteinn fær einkunnina 0 er engin hætta á að hann lendi í árekstri við jörðina en ef hann fær 10 er öruggt að hann lendi í árekstri með skelfilegum afleiðingum. Sem sakir standa situr 2024 YR4 með einkunnina 3.

Aðeins einn loftsteinn hefur fengið hærri einkunn, en það gerðist árið 2004 þegar vísindamenn komu auga á loftsteininn Apophis. Hann fékk einkunnina 4 í desember það ár og töldu vísindamenn að 2,7% líkur væru á árekstri þann 13. apríl 2029. Þegar vísindamenn höfðu safnað frekari gögnum var einkunnin færð í 0 og eru engar líkur á árekstri næstu hundrað árin hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Í gær

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat