fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Gylfi Þór: „Samband okkar hefur ekkert breyst“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. janúar 2025 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson stefnir á að snúa aftur í landsliðið undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar en tekur þó einn dag í einu.

Gylfi var ekki í síðasta landsliðshópi Age Hareide en Arnar Gunnlaugsson hefur talað um að hann geti vel notað þennan besta landsliðsmann frá upphafi ef hann er í standi.

„Ég er aðallega að horfa hvar ég er í hverri viku hvern dag, síðan sjáum við hvað gerist. Auðvitað horfir maður á landsliðsverkefnin en einbeitingin mín er á æfingar og að koma mér í stand,“ sagði Gylfi við Fótbolta.net eftir tap gegn KR í úrslitum Reykjavíkurmótsins í gærkvöldi.

„Arnar er með góða áru í kringum sig, drífur leikmenn áfram. Búinn að gera frábæra hluti með Víking síðustu ár. Ég held að hann eigi eftir að gera góða hluti. Við höfum spjallað saman um hitt og þetta. Samband okkar hefur ekkert breyst þó að hann sé orðinn landsliðsþjálfari. Ég hef hitt hann og spjallað við hann þannig að það hefur ekkert breyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals