fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Sport

Gagnrýnir Íslendinga fyrir hvernig þeir hafa talað um Dag Sigurðsson

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 09:30

Dagur fagnar með Króötum gegn Íslendingum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, einn reyndasti íþróttablaðamaður landsins, segir að Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króata, hafi fengið óverðskuldaða gagnrýni eftir sigur Króatíu á Íslandi á HM í handbolta á dögunum.

Á endanum varð það sex marka tap Íslands gegn Króötum sem gerði út um vonir strákanna okkar um sæti í 8-liða úrslitum. Dagur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður, er sem kunnugt er þjálfari Króata og fékk hann kaldar kveðjur frá Íslendingum eftir leikinn.

Víðir skrifar pistil á íþróttasíður Morgunblaðsins í dag þar sem hann fer yfir þá staðreynd að Íslendingar séu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga handknattleiksþjálfara í fremstu röð í heiminum.

Nefnir hann til dæmis Guðmund Guðmundsson, Alfreð Gíslason og Dag Sigurðsson sem allir hafa unnið til verðlauna á stórmótum með öðrum þjóðum. Alfreð og Dagur eru til dæmis báðir komnir í 8-liða úrslit en Alfreð þjálfar þýska landsliðið. Svo segir hann:

„Dagur hefur fengið óverðskuldaðar og kaldar kveðjur frá mörgum Íslendingum eftir sigur Króata á íslenska liðinu síðasta föstudagskvöld. Meðal annars fyrir að gæta ekki að hagsmunum íslenska liðsins og vinna óþarflega stóran sigur á því!  Dagur þjálfar lið Króatíu, ekki lið Íslands. Það þarf ekki að ræða það frekar.“

Víðir á von á hörkuleikjum í 8-liða úrslitum en er þó efins um að Króatar eða Þjóðverjar komist í úrslit.

„En nú má vel sjá fyrir sér bronsleik milli Króatíu og Þýskalands. Dagur gegn Alfreð. Íslensk rimma um bronsið? Megi þá sá betri vinna!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirgaf úrvalsdeildarliðið og er mættur aftur til Tyrklands

Yfirgaf úrvalsdeildarliðið og er mættur aftur til Tyrklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð
433Sport
Í gær

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“
433Sport
Í gær

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim