Emiliano Buendia er að fara frá Aston Villa til Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Þýðir það að James McAtee hjá Manchester City fer ekki til þýsku meistarana.
Sky Sports fjallar um málið, en Leverkusen hefur verið í leit að leikmanni til að leysa af hinn meidda Martin Terrier.
Buendia, sem er í aukahlutverki hjá Villa, er nú að ganga í raðir félagsins á láni út tímabilið en McAtee hafði verið orðaður við Leverkusen einnig.
Það er ljóst að Leverkusen fær ekki báða leikmenn til sín, en þeir gegna svipuðu hlutverki á vellinum.
McAtee vill meiri spiltíma en hann fær hjá City og horfir því í kringum sig.