fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Inga Sæland: Grjóthörð gegn aðild að ESB – líka grjóthörð á því að þjóðin fái að ráða

Eyjan
Mánudaginn 27. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur fólksins er grjótharður gegn aðild að Evrópusambandinu en hann er sömuleiðis grjótharður á því að það skorti á beint lýðræði hér á landi. Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, telur að Schengen og EES hefðu átt að fara í þjóðaratkvæði. Hún segist treysta þjóðinni til að ákveða hvort aðildarviðræðum við ESB verður framhaldið og einnig hvort ganga skuli inn í sambandið ef til kemur. Inga er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Inga Saeland 4
play-sharp-fill

Eyjan - Inga Saeland 4

„Svo ég bara gleymi ekki einu, grundvallarmáli sem er að fara strax í gegn og verður orðið að lögum í vor. Það er löggilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Margir skjálfa yfir því, sérstaklega sveitarfélög, hver er kostnaðurinn, hvað þurfum við að borga, hvað þurfum við að gera?“ segir Inga.

Hún spyr hvort það sé aðalmálið? „Er það aðalmálið að við getum ekki borgað til þess að gefa fötluðu fólki tækifæri á því að ferðast um í sínu nærumhverfi með tilliti til sinnar fötlunar og gera þeim í raun og veru lífið eins bærilegt og kostur er miðað við þeirra fötlun? Nei, við erum allar sammála um það, það kemur ekki til greina. Við eigu eftir að sjá kostnaðinn. Við munum alltaf mæta honum. Við munum alltaf hjálpa sveitarfélögunum, við munum alltaf vera glöð loksins þegar við erum búin að löggilda þennan samning sem við hefðum átt að vera búin að gera fyrir áratugum síðan.“

Það er eitt mál, það eru Evrópumálin, framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, þjóðaratkvæðagreiðslan um það. Nú hefur Flokkur fólksins ekki verið hlynntur aðild að Evrópusambandinu en þið samþykkið að þjóðin fái að taka ákvörðunina.

„Við erum grjótharðir andstæðingar Evrópusambandsins, svo það sé sagt, enda fáum við öll að greiða atkvæði samkvæmt okkar sannfæringu þegar kemur að því að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. En við höfum líka alltaf verið grjóthörð á því að það er ekki nóg beint lýðræði. Þjóðin hefur ekki fengið að taka ákvarðanir um málefni sem varða hag hennar til framtíðar heldur hafa einhverjir örfáir einstaklingar, kjörnir á Alþingi Íslendinga, ráðskast með samfélagið fram og aftur eftir sínum behag.

Það gengur ekki upp að ætla, þrátt fyrir það að ég sé á móti og flokkur fólksins vilji ekki sjá það að við göngum í Evrópusambandið, það þýðir ekki að ég treysti ekki þjóðinni okkar til þess að eiga síðasta orðið og fylgi þjóðarviljanum. Það er lýðræði og mér finnst það bara eðlilegasti hlutur í heimi og ég hef aldrei farið í grafgötur með það að ég virði þjóðina mína þess að hún eigi að eiga síðasta orðið um um Schengen, EES, allt þetta hefði átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og það sem hefði komið upp úr kassanum það áttum við, stjórnvöld, að framfylgja þjóðarviljanum. Ég treysti þjóðinni minni til að taka ákvörðun um það hvort að hún vill halda áfram aðildarviðræðum um Evrópusambandsaðild. Ég treysti þjóðinni minni líka, ef að svo skyldi verða að við færum í aðildarviðræður, til þess að ákveða það hvort að við göngum inn í Evrópusambandið eða ekki.“

Inga segir fullkomlega eðlilegt að hafa sína stefnu. „Við getum alveg haldið áfram og haft okkar hjarta í því sem við trúum á en það þýðir ekki það að maður eigi að vera eins og Vladimir Pútin, einræðisherra, og skipta skipta sér ekkert af því hvað fer fram í kringum mann, ef þú skilur hvað ég á við.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“
Hide picture