U17 ára landslið kvenna tapaði 3-5 gegn Danmörku í öðrum leik sínum á æfingamóti í Portúgal um helgina.
Fanney Lísa Jóhannesdóttir skoraði tvö mörk og Thelma Karen Pálmadóttir eitt.
Var þetta sem fyrr segir annar leikur Íslands á mótinu, en liðið vann Portúgal í fyrsta leik.
Ísland mætir Wales á morgun í síðasta leik sínum á mótinu, en Wales tapaði á sama tíma 1-3 gegn Portúgal.