Það kemur fram að myndbandið hafi verið birt með leyfi Sunnevu og Jóhönnu Helgu Jensdóttur, en í myndbandinu er Sunneva að farða Jóhönnu fyrir fæðingu sonar hennar.
„Er svo góð vinkona að ég endaði í fæðingarstofunni,“ skrifaði Sunneva með myndbandinu.
Horfðu á það hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Jóhanna Helga er einnig áhrifavaldur og voru vinkonurnar stjörnunnar í raunveruleikaþáttunum Samstarf á Stöð 2.
Myndbandið vakti mikla lukku fyrst þegar Sunneva birti það í október í fyrra. Það hefur fengið yfir 75 milljónir áhorfa samtals á Instagram og TikTok og 5,5 milljónir „likes.“