fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Beggi Ólafs fagnaði stórum áfanga – „Það er erfitt trúa þessu“

Fókus
Mánudaginn 27. janúar 2025 09:53

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, fagnaði stórum áfangi í heimi samfélagsmiðla. Beggi hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri.

Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann á gott samband við sig sjálfan. Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði.

Fylgjendahópur Begga virðist hafa stækkað ört undanfarið og fylgja nú 200 þúsund manns honum á miðlinum. Í tilefni þess birti áhrifavaldurinn færslu og sagðist vera afar þakklátur.

„200 þúsund! Það er erfitt að trúa þessu, þetta samfélag er núna næstum tveir þriðju af fólksfjölda á Íslandi,“ sagði Beggi og bætti við að í mörg ár hefur hann verið með það markmið að hafa áhrif á „alþjóðlegum skala“ og að hann sé mjög þakklátur að það sé að rætast.

„Til að fagna þessum áfanga eyddi ég tveimur dögum í fjöllunum, umvafinn náttúrunni,“ sagði hann. Hann var á skíðum í Mammoth-fjalli í Kaliforníu um helgina.

Þakklátur

Beggi sagðist vera þakklátur hverjum einasta fylgjanda. „Takk fyrir athyglina, stuðninginn og skilaboðin,“ sagði hann.

Netverjar óskuðu Begga til hamingju með árangurinn, enda er 200 þúsund fylgjendur enginn smá fjöldi, og hafa rúmlega 660 manns líkað við færsluna þegar fréttin er skrifuð.

Lestu alla færsluna hér að neðan. Ef þú sérð hana ekki, smelltu hér, eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna