Fulham 0 – 1 Man Utd
0-1 Lisandro Martinez(’78)
Manchester United vann virkilega sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Fulham.
United hafði tapað síðasta leik sínum 3-1 heima gegn Brighton en svaraði fyrir sig í sigri í London í kvöld.
Lisandro Martinez sá um að tryggja United þrjú stig í þessum leik og er liðið í 12. sætinu með 29 stig eftir 23 leiki.
Fulham er tveimur sætum ofar með 33 stig og þá er United 11 stigum frá Evrópusæti eins og staðan er.