fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Eitt orð á heimasíðu bresku hirðarinnar vakti miklar áhyggjur um heilsu Karls konungs

Pressan
Mánudaginn 27. janúar 2025 07:00

Karl konungur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nokkrar klukkustundir stóð eitt ákveðið orð á heimasíðu bresku hirðarinnar en áður en það var tekið út, náði það að vekja mikla athygli og áhyggjur hjá mörgum.

Það var á fimmtudaginn sem orðið birtist efst á heimasíðunni. Þar stóð í skamma stund „hospice“ (líknardeild).

Úr þessu urðu miklar vangaveltur meðal fólks og í fjölmiðlum því engin virtist vita af hverju þetta orð birtist á heimasíðunni. Flestir tengja orðið væntanlega við sjúkdóma og andlát. Það var fjarlægt eftir að notandi á samfélagsmiðlinum X benti á þetta.

People hefur sett fram hugsanlega skýringu á þessu og bendir á að Camilla drottning hafi heimsótt líknardeild á þriðjudaginn, eitt af mörgum opinberum verkefnum hennar.

En þar sem bæði Karl konungur og Katrín hertogaynja greindust með krabbamein á síðasta ári, vakti orðið miklar áhyggjur hjá mörgum. Ekkert hefur þó komið fram um að þau hafi lagst inn á líknardeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni