fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Nýjar myndir sýna alvarlegan vanda Pútíns – „Þetta eru einfaldlega hörmulegar tölur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2025 04:42

Stendur Pútín fyrir ríkisvæddum hryðjuverkum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervihnattarmyndir og myndbönd og ljósmyndir, sem hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, veita innsýn í hluti sem Rússar reyna af öllum mætti að halda leynilegu.

„Þetta eru einfaldlega hörmulegar tölur,“ sagði Palle Ydstebø, rektor við norska varnarmálaskólann, í samtali við Norska ríkisútvarpið um niðurstöður greiningar Oryx, sem gerir sjálfstæðar greiningar á einu og öðru varðandi stríðið í Úkraínu. Eftir að hafa meðal annars rannsakað gervihnattarmyndir af birgðageymslum rússneska hersins komst Oryx að þeirri niðurstöðu að rúmlega 20.000 rússneskir skriðdrekar og önnur ökutæki hersins hafi verið eyðilögð eða skemmd í stríðinu.

Ydstebø telur þetta vera mikinn vanda fyrir Pútín því magnið sé svo mikið að framleiðslugeta Rússa haldi ekki í við tjónið. Þeir geti einfaldlega ekki framleitt nógu mikið, nógu hratt til að bæta upp fyrir tjónið.

Hann sagðist telja að tjón Rússa sé í raun meira en tölurnar frá Oryx sýni. Hann sagðist telja að tveir þriðju hlutar þeirra skriðdreka, sem Rússar áttu áður en þeir réðust inn í Úkraínu, séu ónýtir.

Í mars 2023 fór að sjást til rússneskra skriðdreka, frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, á leið til Úkraínu. Á þeim grundvelli og vegna gervihnattarmyndanna, telur Ydstebø að Rússar séu líka að verða búnir með þessi gömlu hertól sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Í gær

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“