fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Pressan

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Pressan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 16:30

Hver pantaði súkkulaði fyrir 4,4 milljónir?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að súkkulaðiáti, þá eru sumar þjóðir bara mun heillaðri af því en aðrar og borða meira en aðrar. En hvaða þjóð trónir á toppnum þegar súkkulaðineysla er mæld?

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að það er Sviss sem trónir á toppnum því landið er þekkt fyrir súkkulaðiframleiðslu sína, til dæmis Toblerone og Lindt.

Hver Svisslendingur borðar að meðaltali 10-12 kíló af súkkulaði á ári.

Súkkulaðiframleiðsla á sér langa sögu í Sviss og var landið frumherji hvað varðar framleiðslu mjólkursúkkulaðis. Svissneskt súkkulaði er heimsfrægt og um leið fastur hluti af lífi landsmanna.

Súkkulaði er ekki bara aukabiti í Sviss, það er hluti af menningarlegri sjálfsvitund þjóðarinnar. Súkkulaði er borið fram við hvert tækifæri, allt frá hátíðum á borð við jól og páska til venjulegra hversdagsatburða.

Svisslendingar líta á súkkulaði sem lúxus en um leið uppsprettu gleði og þæginda.

Mörg súkkulaðisöfn eru í landinu og auðvitað margar súkkulaðiverksmiðjur. Margir ferðamenn fara heim með ferðatöskurnar fullar af svissnesku súkkulaði.

En það eru fleiri þjóðir sem elska súkkulaði. Næst á eftir Sviss hvað varðar súkkulaðineyslu, koma Þýskaland, Austurríki og Írland en í þessum löndum neytir hver landsmaður 8-10 kílóa af súkkulaði, að meðaltali, á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Í gær

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðmönnum er brugðið – Brúðurin var ekki orðin 16 ára

Norðmönnum er brugðið – Brúðurin var ekki orðin 16 ára
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn fyrir morð á dóttur sinni og sagðist á leið í frí til Kanaríeyja – „Ég er óheppnasti maður í heimi“

Handtekinn fyrir morð á dóttur sinni og sagðist á leið í frí til Kanaríeyja – „Ég er óheppnasti maður í heimi“