Meðal þess sem á aldrei að hita í örbylgjuofni eru þessi matvæli:
Egg í skurninni – Það er ekki snjallt að hita egg í skurninni í örbylgjuofni því þegar eggið hitnar, þá myndast gufa inni í skurninni og hún getur valdið því að eggið springur, annað hvort í ofninum eða þegar það er komið út úr honum. Ef þú þarft nauðsynlega að hita egg, gerðu það þá við lágan hita á eldavélinni eða skerðu það í litla hluta áður en þú hitar það.
Hrísgrjón – Það hljómar kannski undarlega en það getur beinlínis verið hættulegt að hita hrísgrjón upp í örbylgjuofni. Þau geta innihaldið bakteríugró sem lifa eldamennskuna af. Ef grjónin eru ekki geymd á réttan hátt, þá geta bakteríurnar fjölgað sér og þær drepast ekki endilega ef grjónin eru hituð upp í örbylgjuofn. Gættu þess að kæla hrísgrjón alltaf hratt eftir að þau eru tilbúin til neyslu og hitaðu þau bara upp einu sinni.
Kjúklingur – Kjúklingur er þekktur fyrir að bæði bragðið og áferðin breytast þegar hann er hitaður upp í örbylgjuofni. Ójöfn hitadreifingin getur valdið því að sumir hlutar kjötsins hitna ekki nægilega vel og það getur verið hættulegt heilsu þeirra sem borða hann. Ef þú þarft að hita kjúkling upp, þá eru ofninn eða pannan betri kostur.
Fiskur – Fiskur og örbylgjuofn eru sjaldan góð blanda. Fyrir utan mikla fisklykt þá getur ofninn gert fiskinn þurran og gúmmíkenndan. Ef þú þarf að hita fisk upp, þá er betra að nota gufusuðupott eða ofninn.
Kartöflur – Ef kartöflurnar eru ekki geymdar á réttan hátt, þá geta bakteríur myndast í þeim og þær drepast ekki þegar kartöflurnar eru hitaðar upp. Þess utan getur áferðin breyst og þær geta eiginlega orðið þurrar og leiðinlegar.
Brauð – Það virðist nú vera einföld og góð hugmynd að setja brauðsneið í örbylgjuofninn en það er eiginlega ekki góð hugmynd. Brauðið verður oft gúmmíkennt eða þurrt þegar það er hitað upp í örbylgjuofni. Það er betra að nota brauðristina eða ofn til að hita það upp.
Pítsa með osti – Örbylgjuofninn getur hitað pítsuna en hann gerir sjaldan nokkuð gott fyrir ostinn. Osturinn getur orðið seigur og olíukenndur. Það er betra að nota ofninn eða pönnu til að hita pítsuna upp.