fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Pressan
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta af þeim tíu evrópsku flugleiðum þar sem mestar líkur eru á að lenda í ókyrrð tengjast einu landi og það ekki að ástæðulausu.

Flestir flugfarþegar kannast örugglega við að skyndilega kviknar sætisbeltaljósið í flugvélinni. Vængirnir fara að hreyfast meira en venjulega á meðan vindurinn blæs á vélina neðan frá og ofan frá. Það brakar í sætunum og flugvélin kastast til eða hrapar aðeins niður á við í loftgati.

Það er stundum óþægileg lífsreynsla að lenda í ókyrrð í lofti en slíkt getur gerst á flestum flugleiðum. Í umfjöllun Euronews um málið kemur fram að það sé eitt land í Evrópu þar sem flugvélar lenda oftast í ókyrrð.

Í greiningu, sem var unnin af vefsíðunni Turbli, sem skráir ókyrrð í lofti í evrópsku lofthelginni, kemur fram að 8 af 10 „ókyrrustu“ flugleiðunum í Evrópu hefjast eða lýkur í Sviss.

Í fyrsta sæti er leiðin á milli Niece og Genfar. Í öðru sæti er það leiðin á milli Niece og Zürich og í þriðja sæti er það leiðin á milli Mílanó og Zürich.

Það er engin furða að Sviss tengist ókyrrð í lofti mjög því mörg fjöll eru í landinu og það hefur í för með sér að flugvélar lenda í ókyrrð þegar þær lækka flugið til að lenda. Þetta á við um flug á öllum svæðum þar sem fjöll eru. Ókyrrðin er mest næst jörðu, sérstaklega þegar yfirborðið er óslétt.

En aftur að listanum. Í fjórða sæti er leiðin á milli Nice og Basel. Í fimmta sæti er leiðin á milli Genf og Zürich. Í sjöunda sæti er leiðin á milli Nice og Lyon. Í áttunda sæti er leiðin á milli Genf og Fenyja. Í níunda sæti er leiðin á milli Lyon og Zürich og í tíunda sæti er leiðin á milli Feneyja og Zürich.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Í gær

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana