fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. janúar 2025 19:30

Anastasia. Mynd: Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu sem kom hingað til lands til að sýna og kenna dans á næturklúbbnum Exit, var vísað frá úr landi, ólöglega að mati eiganda Exit, Sverris Einars Eiríkssonar. Konan ber listamannsnafnið Anastasia.

Segir Sverrir að lögreglan hafi með ákvörðun sinni vísað til laga sem voru felld úr gildi fyrir átta árum. Segir hann ennfremur að þetta sé ömurleg framkoma í garð konunnar sem er úkraínskur flóttamaður. Dansarar og aðrir listamenn geta unnið hér tímabundið án atvinnuleyfis, þó að þeir séu utan Schengen-svæðisins, í 90 daga í einu.

Sverrir hefur sent DV eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Lögreglan vísar atvinnudansara og danskennara úr landi með vísan til laga sem felld voru úr gildi fyrir 8 árum“

Reykjavík, 24. janúar

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur vísað úkraínskum atvinnudansara og danskennara úr landi án þess að geta vísað til gildandi lagaákvæðis. Konan kom til Íslands til að koma fram á Exit Nightclub, þar sem hún átti að dansa en einnig kenna dans. Henni var neitað um inngöngu á grundvelli lagaákvæðis sem var fellt úr gildi árið 2016. Ákvæðið kvað á um að dansarar á skemmtistöðum ættu ekki rétt á undanþágu frá tímabundnu atvinnuleyfi, en það var fellt úr lögunum fyrir átta árum síðan.

Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður konunnar, upplýsti lögregluna um að tilvísaður lagagrundvöllur hennar hefði horfið úr lögum fyrir 8 árum en engu að síður var konunni synjað um inngöngu og henni vísað úr landi í gærkvöldi án þess að gefnar væru aðrar lagalegar forsendur fyrir þeirri ákvörðun.

„Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnar og vekur upp spurningar um það hvort lögreglan sé almennt upplýst um gildandi lög og rétt. Henni var synjað um komu til landsins með vísan til úrelts lagaákvæðis, sem er fráleitt.“

Auk lagalegra atriða er þetta að mati talsmanns Exit fyrst og fremst ömurleg framkoma í garð konunnar, sem er úkraínskur flóttamaður. Hún hafði hlakkað til að skoða land og þjóð með pólskum vinkonum sínum sem komu til landsins á sama tíma, en hefur verið meinað að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða.

Að gefnu tilefni vill talsmaður Exit ítreka að þarna sé komið skýrt dæmi um þörfina á að efla menntun lögreglu frekar en að einfaldlega fjölga henni. Lítil þjónusta er í því að fjölga lögreglumönnum sem hvorki kunna nægilega vel lögin né geta farið eftir þeim, og þarf að ráðast í markvissar aðgerðir til að tryggja betri þekkingu og fagmennsku innan lögreglunnar.

Exit Nightclub og lögmaður konunnar fordæma þessa meðferð og krefjast þess að yfirvöld axli ábyrgð á mistökum sínum og endurskoði verklag sitt til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar