Stórstjarnan Joshua Kimmich er búinn að ákveða hvert hann mun fara næsta sumar ef hann fær ekki nógu góðan samning hjá Bayern Munchen.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Christian Falk en hann starfar fyrir Bild í Þýskalandi og er með góða heimildarmenn.
Kimmich verður samningslaus næsta sumar og samkvæmt Falk þá er hann í viðræðum við Real sem vill semja við hann í sumar.
Bayern er að reyna að ná samkomulagi við þýska landsliðsmanninn og gengur það illa hann vill sjálfur halda sig í heimalandinu.
Ef tilboð Bayern nær hins vegar ekki að skáka tilboði Real eru góðar líkur á því að þessi fjölhæfi leikmaður sé á leið til Spánar í fyrsta sinn.
Samkvæmt Falk hafa fjölmörg félög áhuga á Kimmich en hann er ákveðinn í að fara til Real ef hann yfirgefur sitt núverandi félag.