fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. janúar 2025 17:00

Gísli Tryggvason lögmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Tryggvason lögmaður setti inn sparnaðartillögur í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar sem hann lagði til að hætt yrði að saksækja fólk fyrir vörslu neysluskamma af kannabis í lækningaskyni.

Segir Gísli að með því myndu sparast launakostnaður hjá lögreglu, löglærðum fulltrúum lögreglustjóra og starfsfólki dómstóla og laun þessara stafsmanna myndu nýtast betur. Einnig myndu sparast þóknanir til lögmanna.

Gísli segir í greinargerð sinni um þetta:

„Ég hef sem sjálfstætt starfandi lögmaður á undanförnum rúmum áratug gætt hagsmuna fjölda sakborninga vegna áþekkra skammta, oftast aðeins kannabis, og iðulega í lækningaskyni eða til sannanlegrar líknunar, vegna fjölþættra kvilla, gjarnan krónískra. Sum málanna hafa farið fyrir dóm og eitt þeirra fyrir Landsrétt, án mikils árangurs. M.a.s. hef ég mætt í húsleitir þar sem allt að 4 lögreglumenn leituðu og fundu aðeins fyrirséða neysluskammta af kannabis. Þá er mér kunnugt um aukna viðurkenningu og útbreiðslu kannabis til lækningar eða líknunar. T.a.m hef ég varið mann sem var ákærður fyrir vörslu 1,41 g af kannabis heima hjá sér – sem sektaður var af dómara þrátt fyrir að dómari hefði fallist á að húsleit hefði líklega verið ólögmæt.“

Gísli leggur til að neysluskammtar verði skilgreindir sem allt að 2 g á almannafæri og 10 g í heimahúsum og annars staðar þar sem húsleitarheimildar er krafist. Hann setur fram aðalltillögu í málinu sem hljómar svo:

„Löggjafinn undanskilji neysluskammta fíkniefna á borð við kannabis refsinæmi

og

svohljóðandi varatillögu:

„Ríkissaksóknari undanskilji frá saksókn með almennum fyrirmælum um hagkvæmni og jafnræði í réttarvörslu neysluskammta fíkniefna á borð við kannabis, nema almannahagsmunir krefjist saksóknar.“

Meðal röksemda fyrir þessari breytingu tilgreinir Gísli meðal annars lögbundinn rétt allra til aðstoðar vegna sjúkleika og stjórnarskrárvarða friðhelgi einkalífs og heimilis. Varðandi þá aðila sem ekki eru í þörf fyrir kannabisafurðir í lækninga- og líknarskyni þá bendir hann á að viðkomandi stundi friðsamlega og minniháttar neyslu eða sé háðir efnunum:

„Þeir sem ekki eru beinlínis í þörf fyrir lækningu eða líknun með kannabisafurðum skv. ofangreindu stunda ýmist friðsamlega og minniháttar neyslu kannabis heima eða eru háðir efnunum; er því ekki bætandi á vanmátt þeirra og vansæld með óþarfri saksókn er litlu sem engu skilar til réttarvörslu.“

Segir hann að féð sem fari í slíka réttarvörslu eigi fremur að renna í að hjálpa þessum notendum.

Gísli bendir einnig á að löglegt áfengi valdi meiri félagslegum vanda og ofbeldi en kannabis sem er refsivert að hafa í vörslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga

Slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósögð saga af lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu – Rússar hafi áreitt og brotist inn hjá starfsfólki

Ósögð saga af lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu – Rússar hafi áreitt og brotist inn hjá starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza