fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Eyjan

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Eyjan
Laugardaginn 25. janúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja ríkisstjórnin þarf að fylgja eftir ýmsu sem hún fékk í fangið frá þeirri síðustu. Má þar nefna söluna á Íslandsbanka, sem er gert ráð fyrir í fjárlögum ársins, og samgöngusáttmálann, sem allar sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa skrifað undir. Stjórninni er því nokkur stakkur sniðinn en samninga ber að halda. Í nýju ríkisstjórninni er upplýsingaflæði milli ráðuneyta gott, engir flöskuhálsar eins og hjá þeirri gömlu sem var plöguð af óeiningu. Meðal þess sem verður ráðist í er þjóðarátak í uppbyggingu félagslegs húsnæðis og hjúkrunarheimila. Í dag er ekki gott að eldast á Íslandi nema fyrir suma. Inga Sæland er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Eyjan - Inga Saeland 2
play-sharp-fill

Eyjan - Inga Saeland 2

„Við erum að fara að ráðast í þjóðarátak í uppbyggingu húsnæðis; félagslegs húsnæðis og koma heimilislausa fólkinu okkar í skjól. Við erum að fara út í þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila, bæta aðbúnað fyrir eldra fólk, taka utan um það með meiri eftirlitsstjórnun, það verður enginn afsláttur gefinn af því að það eigi að vera gott að eldast á Íslandi. Það er það ekki í dag, nema fyrir suma,“ segir Inga.

Hún heldur áfram: „Við erum að sjá og vitum það hvernig í rauninni flöskuhálsar hafa verið á milli ráðuneyta, það var ekki talað saman í rauninni, það var óeining í ríkisstjórninni sálugu. Það er ekki þannig núna, nú er alls staðar talað saman. Það verða engir flöskuhálsar, það verður fallegt flæði á milli okkar allra. Við ætlum að láta stjórnsýsluna virka skilvirkt og örugglega alveg út í hverja frumu þjóðarlíkamans. Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári.“

Inga segir að óneitanlega hafi svigrúmi ríkisstjórnarinnar verið nokkur stakkur sniðinn. „Við tökum við í rauninni búi fráfarandi ríkisstjórnar þar sem þegar höfðu verið sett fjárlög og þegar verið gert ráð fyrir ýmsu sem við fáum í fangið. Ég hef t.d. verið gagnrýnd fyrir það að vilja selja Íslandsbanka allt í einu. Það er nú bara gert ráð fyrir þeirri sölu í fjárlögum fyrir árið 2025. Ertu, Inga Sæland, búin að skipta alfarið um skoðun? Nei, ég er ekki búin að því. Ég taldi Íslandsbanka vera gullgæs sem verpti gulleggjum og við fengjum stöðugan arð frá, ekki bara eins skiptis aðgerð í sölu á Íslandsbanka. En að minnsta kosti eru mín spor stór í þá átt að Landsbankinn verður ekki seldur, en við fengum þetta í fangið, alveg eins og við fengum í fangið samgöngusáttmála sem var undirritaður af öllum sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki getum við farið að taka alla sveitarstjórana og hengja þá bara út á snúru og sprengja upp allt sem áður hefur verið gert.“

Hún segir að fólk verði að átta sig á því að samninga beri að halda. „Þú selur ekki bílinn þinn, skrifar undir allt saman og ferð síðan og segir við viðkomandi, sem er búinn að borga fyrir bílinn: Heyrðu vinur, komdu með hann, ég ætla ekki að borga þér til baka, ég ætla bara að eiga bílinn áfram. Samninga ber að halda og eðli málsins samkvæmt þá hljótum við að þurfa að fylgja eftir ýmsu sem við fáum í forgjöf frá fráfarandi ríkisstjórn þó svo að við munum sannarlega gera nema það sem nauðsyn krefur.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin fær byr í seglin – Sjálfstæðisflokkurinn nötrar í aðdraganda landsfundar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin fær byr í seglin – Sjálfstæðisflokkurinn nötrar í aðdraganda landsfundar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings
Hide picture