Bayern Munchen er ekki topplið í Evrópu í dag að sögn Vincent Kompany sem tók við liðinu fyrir tímabilið.
Bayern tapaði mjög óvænt 3-0 gegn Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni og er útlitið ekki of bjart fyrir lokaumferðina.
Bayern er með stórstjörnur í sínum röðum en Kompany virðist ekki vera á því máli að hans menn séu eitt af bestu liðum Evrópu í dag.
,,Við verðum að viðurkenna það að við erum ekki topplið eins og staðan er,“ sagði Kompany.
,,Hópurinn stendur hins vegar saman og það gefur mér von. Í Meistaradeildinni erum við í slæmri stöðu en við gerðum sjálfum okkur það.“
,,Við erum að gera of mörg mistök og það er refsað okkur gríðarlega.“