Arsenal virðist ætla að berjast við Manchester City um þjónustu norska miðjumannsins Sverre Nypan hjá Rosenborg.
Fabrizio Romano sagði frá því fyrr í dag að hinn 18 ára gamli Nypan myndi á næstunni ferðast til Manchester í viðræður við City.
Annar virtur fjölmiðlamaður, David Ornstein, segir hins vegar að Arsenal hafi þegar hafið viðræður við Rosenborg. Ganga þær vel en ekkert er frágengið.
City sér fyrir sér að lána Nypan beint til Girona, systurfélags síns á Spáni. Arsenal sér hins vegar fram á að nota kappann strax í aðalliði sínu.
Talið er að Nypan kosti um 10 milljónir punda.