fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 24. janúar 2025 15:30

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera hundaeigandi á gangi í þéttbýlinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens greinir frá því að hann hafi lent í leiðindaatviki þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Seltjarnarnesi. Aðvífandi hafi komið laus hundur og sá sem var með hann ekki ráðið neitt við neitt. Eigandi hins hundsins segir aðra sögu.

„Var á gangi með hundinn minn hana Lúnu út í Gróttu áðan þegar hundur, mjóhunda týpa, kallaður Kobbi, kom æðandi úr 5 hunda hópi sem einhver ungur maður var með,“ segir Bubbi í færslu í íbúahópi Seltirninga. En Lúna er Collie hundur. „Allir lausir, hann réði ekki við þennan hund sem hlýddi honum í engu og allir hinir fylgdu með.“

Varð úr þessu svolítill árekstur, á milli hunda og á milli manna.

„Ég þurfti að halda á mínum til að forða honum úr þessum látum,“ segir Bubbi. „Þegar ég sagði honum að þetta væri ótækt að þeir væru ekki í bandi sagði hann „róaðu þig“ meðan hann öskraði úr sér lungun á hundinn sem var stökkvandi á mig.“

Minnir hann fólk á að hafa hundinn sinn í ól ef fólk er á ferli í nágrenninu.

Önnur saga

Þessu svarar maður sem heitir Björn Bragi Skarphéðinsson og segist vera eigandi mjóhundsins umrædda, en hann hafi þó ekki verið á gangi sjálfur heldur frændi hans sem hafi verið að passa hundinn á meðan hann var erlendis.

„Hann frændi minn sagði allt aðra sögu, hann sagði að þú hafir öskrað á hann og hundinn og sagði að hundurinn minn væri hræddur við þinn hund,“ segir Björn Bragi og að þetta sé ekki í lagi.

Hann hafi átt mjóhundinn í sjö ár og að hann sé nú kominn fram á síðustu ár.

„Best væri að ef ég er á röltinu með hundinn að allir sem eru með aðra hunda forðast þess að labba nálægt mér og leyfa mér og hundinum mínum bara að vera í friði. Ég skal senda næst inn á þessa síðu þegar ég fer með hundinn og vill að allir haldi sér heima á meðan. Gefa okkur smá frið á meðan hún er á sínu síðustu árum,“ segir hann.

Hvetur til ábyrgðar

Bubbi brást við athugasemdinni með sáttatón en bað Björn Braga þó um að axla ábyrgð.

„Vinur, ég ætla ekki munnhöggvast við þig. Þetta voru 5 hundar, allir lausir. Ég sagði hvasst við hann að þeir ættu að vera í ól. Hundurinn þinn var mjög sprækur og hoppaði á mig nokkrum sinnum. Taktu ábyrgð vinur á því að láta frænda þinn fara út með 5 hunda, alla lausa. Þeir komu allir hlaupandi að okkur geltandi á meðan ég var með hundinn minn í fanginu að reyna koma okkur í burtu,“ skrifar Bubbi.

Hefur þessi deila vakið nokkra athygli hjá íbúum Seltjarnarness. En deilur á milli hundaeigenda er svo sem ekki nýjar af nálinni. Bent er á að lausaganga hunda sé bönnuð í þéttbýli nema á þar til gerðum stöðum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Í gær

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis