fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Eyjan
Laugardaginn 25. janúar 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver manneskja dvelur 40 fyrstu vikur lífsins í móðurkviði þar sem barnið tengist móður sinni með naflastreng. Eftir fæðingu er klippt á þessa tengingu. Margir sálkönnuðir segja að viðskilnaður hvítvoðungs við blóðrás móður sinnar sé mesta áfall ævinnar. Mikið af seinni tíma aðskilnaðarkvíða og öryggisleysi megi rekja til þessa andartaks þegar barnið skynjar einmanaleika sinn í lífsbaráttunni. Margir sakna alltaf þessa áhyggjulausa tíma í móðurkviði og naflastrengsins sem færði næringu, birtu og yl.

Með nútímatækni hefur nú tekist að leysa vandann. Langflest börn fá snjallsíma snemma á lífsleiðinni og geta með honum tengst foreldrum sínum nánar en áður hefur þekkst. Barnið þarf ekki lengur að takast á við lífið og treysta á sjálft sig heldur getur náð sambandi við foreldrið og spurt ráða eða látið vita af sér. Ungur drengur sem ekki er valinn í knattspyrnulið getur umsvifalaust sent skilaboð á mömmu sem hefur samband við þjálfarann og reddar málunum. Börn geta samstundis kvartað undan hrekkjusvínum á leikvellinum eða önuglegum strætóstjórum. Nú þarf enginn að læra neitt utan að vegna þess að síminn kann allt og eins og elskandi móðir. Barninu þarf aldrei að leiðast því að síminn býður alltaf upp á dægradvöl eins og góð amma eða afi. Sálfræðingar og geðlæknar geta horft fram á rólegri tíma vegna þess að tekist hefur að losna við sjálfan frumkvíðann með nútímatækni. Enginn þarf lengur að standa á eigin fótum og taka erfiðar ákvarðanir vegna þess að síminn kann allt, skilur allt, fyrirgefur allt og fellur aldrei úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri
EyjanFastir pennar
12.01.2025

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
12.01.2025

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni